top of page
einar_Final_bland.jpg

EINAR INGI MAGNÚSSON

Sálfræðingur

Einar Ingi Magnússon lauk B.A. prófi í sálfræði við H. Í. 1979 og Master of Social Science-gráðu í sálfræði við Uppsalaháskóla í Svíþjóð.

Löggilding í sálfræði 1989.

Sérfræðiviðurkenning í félags- og skipulagssálfræði 1996.

Sérfræðiviðurkenning  í uppeldissálfræði 2011.

Annað háskólanám: MBA (2008) og MS í mannauðsstjórnun (2009) frá H.Í.

 

Einar Ingi lauk tveggja ára framhaldsnámi í Hugrænni atferlismeðferð 2001, SOS leiðbeinendanámskeiði – uppeldisnámskeið fyrir foreldra 2002 og  EMDR –  nám í áfallameðferð 2017.

 

Hann hefur auk þess sótt ótal lengri og skemmri námskeið í meðferðarmálum og hlotið margþætta klíníska starfsþjálfun með börn og fullorðna í greiningu, meðferð og endurhæfingu einstaklinga.

 

Megináherslan í meðferðarmálum fullorðinna á stofunni hefur verið úrvinnsla á kvíðavanda og þunglyndi, áföllum og endurhæfingu vegna fíknivandamála. Meðferðaráætlanir hafa í megindráttum grundvallast á meðferðarkerfi hugrænnar atferlismeðferðar.

 

Auk þess hefur Einar Ingi sinnt greiningu og ráðgjöf í fjölskyldumálum.

Jafnframt hefur hann áralanga reynslu sem skólasálfræðingur sem nýtist vel fyrir greiningu og meðferð barna og unglinga.

 

Einar Ingi hefur einnig unnið sem matsmaður í forsjárhæfnismálum og forsjármálum fyrir dómstóla. Hann hefur einnig verið meðdómari í slíkum málum.  

 

Einar Ingi kenndi um árabil sálfræði og tengdar greinar í framhaldsskólum og háskólum 1983-2003. 

bottom of page